„Löngu tímabært að ráðast í breytingar til að bæta aðbúnað fanga.“

„Það er löngu tímabært að ráðast í breytingar til að bæta aðbúnað fanga og að raunveruleg betrun eigi sér stað í fangelsum landsins. Stór hluti fanga hefur lent í áföllum, meirihluti glímir við vímuefnavanda og endurkomutíðni í fangelsi er allt of há,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en hún hefur samþykkt aðgerðaráætlun um aðgerðir í heilbrigðismálum í fangelsum og úrræði vegna vímuefnavanda fanga. Aðgerðaráætlunin var einnig samþykkt af heilbrigðisráðherra.

Aðgerðaráætlunin felur í sér þrjár meginaðgerðir, þ.e. eflingu heilbrigðisþjónustu, skilgreiningu verklags og ábyrgðar í innri starfsemi fangelsanna vegna breytinga á heilbrigðisþjónustu og þarfagreiningu og aðgerðaráætlun til að sporna við dreifingu og neyslu vímugjafa á Litla Hrauni.

Vinna við gerð aðgerðaráætlunarinnar hefur staðið frá 5. júlí sl., þegar þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skipaði starfshóp til að taka til skoðunar heilbrigðisþjónustu í fangelsum, einkum geðheilbrigðisþjónustu og úrræði vegna vímuefnavanda og vinna drög að aðgerðaráætlun.

https://www.facebook.com/aslaugarna/videos/580533992774759/?__xts__%5B0%5D=68.ARDx-pycZz4RanNgVLgsONiaP7phT4C9-1rtV8daVQHdMk8ak45gSNgHAWESG_cR9dtMcPeRQGKv1BvFJdYz6VIL1qWtW_xJZ7ddrr_Fn62nqq-Tfoc-M7TnEMPDnfXIvGfY8XxP1QSbugY9yZZsnPKFZwl9CwPxQHzH79AKYl6J59HjECSk2YarDcmsRpqp9cGZXFQ7m-kA6KE0H6VxWwvXlJ6iLe7kNHU6XV8utfP9pGIejmbVQk5pjZOs_P39_WzWLUdcTeufAO1ydGQ-qFJMevF74zFGjssZrY6DReA5ztT-4_LvG6TcjjOVfMhsxdGBAlWf6K48cKcIsxRGFx-768PWy2c3CvR_V30Ba7RpFp6FzbOSNWdfrWjzUy7W9rVP&__tn__=-R

 

DEILA
Fyrri greinHvernig mælum við gæði?
Næsta greinEkki bara geymsla